BÚNAÐUR

Búnaður í fjallamennskunámi FAS
Snjóflóðafræði fjallamennskunám FAS

Búnaður – Viðmið

Skólinn leggur til tjöld, klifurbúnað, hjálma og eldunarbúnað.

Annan búnað þurfa nemendur að eiga eða útvega sér fyrir ferðir (kaupa, fá leigt, eða lánað).

Gott er þó að koma sér upp sínum búnaði smám saman.
Fleira getur bæst við listann, gæta skal þó hófs varðandi magn á búnaði fyrir ferðir.

Mikilvægt er að nota góðan búnað á fjöllum. Fjallamennskunám FAS fer oft fram í krefjandi aðstæðum út í náttúru Íslands.

Útbúnaðarlisti

Innsta lag – Langermabolur og síðbrók úr ull eða gerviefnum (ekki bómull)

Millilag – Úr ull, flís eða sambærilegu efni (ekki bómull)

Göngu – eða flísbuxur (ekki galla- eða bómullarbuxur).

Ysta lag – stakkur og buxur úr vatns og vindheldu öndunarefni, Gore tex eða

sambærilegt.

2 Góðar húfur, buff og lambhúshetta. Athugið að húfur með dúsk henta ekki undir

hjálma

Vettlingar, bæði þunnir og þykkir. Vatnsheldir vettlingar eru kostur.

Göngu- og eða ullarsokkar með minnst 50% ull.

Hlýr auka jakki (eða þykk peysa) til að hafa í bakpokanum. Á haustin og veturna henta þunnar primaloft- eða dúnúlpur vel, en í vetrarferðum getur létt þykkri dúnúlpa hentað betur.

Góðir millistífir gönguskór eru nauðsyn (vatnsheldir, með grófum sóla og góðum ökklastuðningi). Alstífir gönguskór eru möguleiki.

Vaðskór (gamlir strigaskór geta gengið sem vaðskór)

Bakpoki 45 L gengur í flestar ferðirnar, en getur verið gott að hafa aðgang að öðrum stærri bakpoka fyrir lengri ferðir.

Svefnpoki, léttur og hlýr, þarf að þola mínus 5°- mínus 10°C

Þunn, einangrandi 4 árstíða dýna (göngudýna)

Áfyllanleg vatnsflaska 1L

Hitabrúsi (nauðsynlegt í vetrarferðum)

Höfuðljós

Vasahnífur

Áttaviti

GPS tæki er kostur ef menn eiga eða geta fengið lánað.

Farsími

Persónlegt sjúkra-kit

Göngustafir (Ef menn vilja eða eru vanir að nota göngustafi)

Legghlífar (góðar í snjó að vetri til)

Skíðagleraugu (vetrarferðir)

Sólgleraugu með góðri UV vörn (nauðsynleg í björtum vetrarferðum)

Sólarvörn (nauðsynleg í björtum vetrarferðum)

Salernispappír (eldfæri, litlir plastpokar

Handspritt/sótthreinsigel

Tannbursti

Tannkrem – lítil eining

Lítið handklæði / þvottapoki

Hælsærisplástur / plástur

Skæri (eru oft í vasahnífum)

Verkjalyf

Varasalvi

Eyrnatappar

Eldfæri

Myndavél / rafhlöður

Skóreimar

Lausan pening

Spotti / Viðgerðarsett

Staðgóður kvöldmatur /sameiginleg innkaup

Súkkulaði, hnetur, þurrkaðir ávextir, orkustykki o.fl.

Núðlur og pasta í poku

Flatkökur (smurðar orkuríkt álegg)

Þétt brauð (smurt, orkuríkt álegg)

Hrökkbrauð

Kex

Þurrdjús

Kakóbréf

Te / kaffi