Fjallamennskunám FAS - fyrir fólk með reynslu

Fjallamennskunám FAS er 60 eininga sérhæft nám í fjallamennsku og leiðsögn.

Vegna ástandsins í samfélaginu viljum við í Fjallamennskunámi FAS bjóða fleiri nemendur velkomna í nám á vorönn. Fólk á atvinnuleysisbótum getur farið í þetta nám án þess að bætur skerðist, sjá verkefni nám er tækifæri.

Allir umsækjendur á vorönn fara í  hæfnimat og láta meta reynslu sína og þekkingu.

Hefur þú reynslu eða þekkingu sem að þú telur að nýtist þér í Fjallamennskunámi FAS?

Umsóknarfrestur til 15. desember 2020

Hæfnimat

Í hæfnimati verður tekið á öllum helstu þáttum sem farið var yfir á haustönn í Fjallamennskunámi FAS, svo sem rötun, kortalestur, og grunnlínuvinnu. Nemendur fá ítarlegan undirbúningslista fyrir hæfnimatið og geta því undirbúið sig mjög vel. Allir sem hafa einhverja reynslu eða þekkingu í fjallamennsku eiga heima í þessu hæfnimati, grunnurinn getur komið úr hinum ýmsu áttum, svo sem atvinnulífinu, björgunarsveitum eða öðrum námskeiðum sem dæmi.

119142371_10157913483893512_4096113854084155288_o

Hvernig virkar þetta?

 • Þú sækir um nám á vorönn 2021 og greinir frá fyrri reynslu og þekkingu í umsókn.

 • Einstaklingar fá upplýsingar um hvort þeir komast að í hæfnimati.

 • Nemendur fá sendan ítarlegan lista yfir matsatriði í hæfnimati.

 • Mikilvægt að æfa sig vel fyrir hæfnimatið.

 • Skólinn hefst 4. janúar og nemendur byrja í bóklegum áfanga Hópastjórnun og leiðsögn.

 • Hæfnimat fer fram dagana 8-11. janúar 2021.

 • Í kjölfarið fá nemendur upplýsingar um hvort þeir komast inn og hvað þeir fá metið 13. janúar.

 • Allir nemendur sem komast inn þurfa að fara á eftirfarandi undirbúningsnámskeið:

 • 22.-25. janúar – rötun, leiðarkort, hnútar, veður- og jöklafræði og skipulag ferða.

 • 29.-1. febrúar – Jöklanámskeið undirbúningur, sig og ankeri.

 • Nám hefst samkvæmt dagtali (sjá dagatal hér að neðan).

Réttindi

Námið veitir nemendum réttindi innan Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna (AIMG). Nemendur ljúka AIMG jökla 1 og AIMG fjalla 1. Einnig fara nemendur á námskeiðin Fyrsta Hjálp 1&2 frá Landsbjörg.

Bóklegt nám & áfangar á eigin vegum

bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi og geta nemendur sinnt námi sínu hvenær sem þeim hentar, hvar sem er á landinu.

Hópastjórnun og leiðsögn (byrjið í því strax í upphafi)

Ferðir á eigin vegum

Starfsþjálfun

Verklegt nám

Verklegir áfangar fara fram eins og sjá má á dagatali hér að ofan og eru frá fjórum og upp í sjö daga.

 • Fyrsta hjálp 1&2
 • Fjallaskíði
 • Vetrarferð
 • Kajak
 • AIMG jökla 1
 • AIMG fjalla 1
 • Fjallahjól
 • Klettaklifur
 • Hæfniferð

Hagnýtar upplýsingar

Almennt

Fjallamennskunámi FAS er ætlað að auka hæfni og þekkingu nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. 18 ára aldurstakmark er í námið en mikil áhersla er lögð á fjallaleiðsögn og fagmennsku.

Kostnaður

Fjallamennskunám FAS kostar 6000 kr. á önn. Auk þess getur kostnaður verið meiri fyrir gistingu, ferðalög og búnað ef nemendur eiga ekki persónulegan búnað sem ætlast er til að þeir eigi.

Búnaður

Nemendur þurfa að eiga persónulegan búnað og lista yfir þann búnað er hægt að finna hér á síðunni undir „Búnaður". Skólinn skaffar tæknilegan búnað, svo sem tjöld, jökla og klifurbúnað, fjallahjól og kayaka svo eitthvað sé nefnt.

Stúdentspróf

Hægt er að ljúka stúdentsprófi á kjörnámsbraut í FAS með fjallamennsku sem sérhæfingu. Einnig er hægt að ljúka framhaldskólaprófi með fjallamennsku sem sérhæfingu.

Gisting

Nemendum stendur til boða að bóka gistingu í gegnum skólann meðan á ferðum stendur og getur sá kostnaður verið aðeins breytilegur eftir fjölda nemenda hverju sinni. Miðað er við að gisting sé undir 5000 kr. á nótt. Oft er gist í tjöldum í ferðum og er kostnaður við það yfirleitt lítill.

Framhaldið

Unnið er að eins árs framhaldsnámi fyrir þá sem hafa áhuga og verður það kynnt frekar á vorönn 2021. Námið verður frekari sérhæfing fyrir nemendur sem vilja fara lengra í fjallaleiðsögn.