NÁMIÐ

Af hverju fjallamennskunám FAS

Fjallamennskunám FAS er frábær leið til að stíga sín fyrstu skref í fjallamennsku og fjallaleiðsögn.

Námið gefur AIMG réttindi jökla 1 og fjalla 1.

Mörg fyrirtæki sem bjóða uppá jökla og fjallatengdar afþreyingar ferðir setja það sem skilyrði að starfsfólk hafi lokið þessum námskeiðum.

Nemendur hljóta réttindi í fyrstu hjálp frá Björgunarskólanum.

Bóklegt nám 

Unnin er námsmappa í öllum áföngum, einnig verklegum áföngum þar sem öllu viðkomandi náminu er haldið til haga. Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna á neti.

Verklegt nám

Verklega kennsla fer fram út í náttúru Íslands, svo sem á jöklum, fjöllum og í vatni. 
Mikilvægt að nemendur hafi ánægju af útiveru.

Fundir og samráð

Reglulegir sameiginlegir veffundir og önnur samskipti á vef. Greiður aðgangur nemenda er að kennurum.

Fjallamennskunám FAS

Vettvangsnám og fjarnám

Námið er 60 eininga vettvangs- og fjarnám og hefst 18. ágúst og lýkur 20. maí. 

18 ára aldurstakmark er í námið.

Námið er sérhæft nám í fjallamennsku og er ætlað fyrir þá sem vilja starfa við fjallamennsku og leiðsögn. Nemendur fá tiltekin réttindi innan fagfélags íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG. Nemendur hljóta einnig viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu.

Kennarar koma úr atvinnulífinu og starfa margir í eða við fjallaleiðsögn.

 

Verkleg námskeið og ferðir

Áfangar eru 17 talsins og skiptast í vettvangsnám og bóklegt nám. Vettvangsnámið fer fram í ferðum sem eru  11 talsins og taka 4 – 7 daga.  

Þetta eru til að mynda gönguferðir, klettaklifur, fjallaskíðaferðir, fjallahjólaferðir og jöklaferðir.

Bóklegir  áfangar eru kenndir í fjarnámi.

Nemendur þurfa að mæta í ferðir og námslotur en að öðru leyti geta þeir stundað námið hvar sem er og samhliða vinnu. 

Áhersla er lögð á að stuttar ferðir sem ná yfir helgi til að koma til móts við vinnandi fólk. 

Hægt er að skrá sig á stök opin námskeið.

Fagnámskeið AIMG eru einnig opin fyrir fólk sem stenst forkröfur fagfélagsins um þátttöku á námskeiðinu. Þessi námskeið henta sem dæmi vel fyrir fólk sem starfar nú þegar við jöklaleiðsögn og vil bæta við sig þekkingu og reynslu.

Allar ferðir byrja og enda í FAS á Höfn.

Fjallahjól fjallamennskunám FAS
Fjallaskíði fjallamennskunám FAS

Kostnaður

Skráningargjald er 6.000 kr. hvora önn.
Nemendur greiða auk þess fyrir námsgögn, persónulegan búnað og fæði. Skólinn útvegar almennan tæknilegan búnað fyrir námskeiðin auk tjalda. Annar kostnaður getur komið upp svo sem gisting í ferðum ef það á við.

Húsnæði/heimavist

Skólinn býður upp á gistiaðstöðu á heimavistinni á Höfn í tengslum við ferðir.
Heimavist er einnig í boði fyrir alla önnina. Gisting á heimavist í tengslum við ferðir er 3.000 kr á nótt. Pláss á heimavist alla önnina kostar 90.000 kr.
Nemendur sem eiga lögheimili utan póstfangs 780 eiga rétt á jöfnunarstyrk frá LÍN.

Áfangar kenndir í fjarnámi

Skipulag ferða

Veður og jökalfræði

Hópastjórnun og leiðsögn

Starfsþjálfun

Áfangar

Gönguferð 

Klettaklifur

Fjallahjól 

Jöklaferð

Fyrsta hjálp 1&2

Fjallaskíði

Vetrarferð

AIMG Jökla 1

Kayak

AIMG Fjalla 1

 Hæfniferð

Sjálfsnám

Áfangar sem nemendur vinna sjálfir undir handleiðslu kennara. 

Ferðir á eigin vegum 

Starfsþjálfun