Skipulag grunnnáms

Fjallamennskunám FAS er 55 eininga sérhæft nám í fjallamennsku og leiðsögn sem hægt er að taka á tveimur til fjórum önnum. Náminu er ætlað að auka hæfni og þekkingu nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. 18 ára aldurstakmark er í námið en mikil áhersla er lögð á fjallaleiðsögn og fagmennsku.

Fjallamennskunám FAS er kennt í fjarnámi og verklegir áfangar kenndir jafnt og þétt yfir önnina í 4-7 daga í senn.

Réttindi

Námið veitir nemendur réttindi innan Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna (AIMG). Nemendur ljúka AIMG jöklaleiðsögn 1. Einnig fara nemendur á námskeiðið fyrsta hjálp 1 frá Landsbjörg.

119142371_10157913483893512_4096113854084155288_o
1-1

Kostnaður

Skráningargjald í fjallamennskunám FAS kostar 6000 kr. á önn. Auk þess greiða nemendur fyrir gistingu, ferðalög og persónulegan búnað ef nemendur eiga ekki þann búnað sem ætlast er til að þeir eigi.

Búnaður

Nemendur þurfa að eiga persónulegan búnað og lista yfir þann búnað er hægt að finna hér á síðunni undir "Búnaður". Skólinn útvegar tæknilegan búnað, svo sem tjöld, jökla- og klifurbúnað, fjallahjól, skíði og kayak svo eitthvað sé nefnt.

118765665_10157885680373512_3164241695626950443_o
118927790_10157892634793512_6306091336691442614_o

Gisting

Nemendum stendur til boða að bóka gistingu í gegnum skólann meðan á ferðum stendur og getur sá kostnaður verið breytilegur eftir fjölda nemenda hverju sinni. Mikið er gist í tjöld í ferðum og er kostnaður við það yfirleitt lítill eða enginn.

Fyrsta skrefið

Námið er hugsað sem fyrsta skref í átt að fjallamennsku og leiðsögn sem hægt er að byggja ofan á.
Nemendur öðlast mikla reynslu í ferðalögum í fjalllendi og á jöklum, þar sem að meirihluti verklegrar kennslu fer fram úti í náttúru Íslands.

118768039_10157885679483512_8924952891019263349_o
118767439_10157885690323512_1990638082665060931_o

Stúdentspróf

Hægt er að ljúka stúdentsprófi á kjörnámsbraut í FAS með fjallamennsku sem sérhæfingu. Einnig er hægt að ljúka framhaldskólaprófi með fjallamennsku sem sérhæfingu.

Mikilvæg atriði

Nemendur í grunnnámi skuldbinda sig til að taka alla áfanga sem eru í boði miðað við skipulag anna

Ef nemandi hættir í áfanga, verður hann sjálfkrafa skráður úr öðru námi

Ef nemandi hættir í námi eftir að hafa lokið áfanganum AIMJ2GR03,
þarf hann að greiða fullt verð samkvæmt verðskrá AIMG fyrir námskeiðið

Hætti nemandi í námi hefur hann ekki forgang í fjallamennskunám á næsta skólaári

119399302_10157913484173512_5307835703705155802_o