Fjallamennskunám FAS er 60 eininga sérhæft nám í fjallamennsku og leiðsögn sem lýkur á tveimur önnum. Náminu er ætlað að auka hæfni og þekkingu nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. 18 ára aldurtakmark er í námið en mikil áhersla er lögð á fjallaleiðsögn og fagmennsku.
Fjallamennskunám FAS er kennt í fjarnámi og verklegir áfangar kenndir jafnt og þétt yfir önnina í 4-7 daga í senn.
Réttindi
Námið veitir nemendur réttindi innan Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna (AIMG). Nemendur ljúka AIMG jökla 1 og AIMG fjalla 1. Einnig fara nemendur á námskeiðin Fyrsta Hjálp 1&2 frá Landsbjörg.
Kostnaður
Fjallamennskunám FAS kostar 6000kr á önn. Auk þess getur kostnaður verið meiri fyrir gistingu, ferðalög og búnað ef nemendur eiga ekki persónulegan búnað sem ætlast er til að þeir eigi.
Búnaður
Nemendur þurfa að eiga persónulegan búnað og lista yfir þann búnað er hægt að finna hér á síðunni undir "Búnaður". Skólinn skaffar tæknilegan búnað, svo sem tjöld, jökla og klifurbúnað, fjallahjól og kayaka svo eitthvað sé nefnt.
Gisting
Nemendum stendur til boða að bóka gistingu í gegnum skólann meðan á ferðum stendur og getur sá kostnaður verið aðeins breytilegur eftir fjölda nemenda hverju sinni. Miðað er við að gisting sé undir 5000kr á nótt. Mikið er gist í tjöld í ferðum og er kostnaður við það yfirleitt enginn.
Fyrsta skrefið
Námið er hugsað sem fyrsta skref í átt að fjallamennsku og leiðsögn sem hægt er að byggja ofan á.
Nemendur öðlast mikla reynslu í ferðalögum í fjalllendi og á jöklum, þar sem að meirihluti verklegrar kennslu fer fram úti í náttúru Íslands.
Stúdentspróf
Hægt er að ljúka stúdentsprófi á kjörnámsbraut í FAS með fjallamennsku sem sérhæfingu. Einnig er hægt að ljúka framhaldskólaprófi með fjallamennsku sem sérhæfingu.