Framhaldsnám í fjallamennsku verður kennt á fjórum önnum í stað tveggja. Nánari upplýsingar um skipulag námsins er að finna á HÉR
Umsóknafrestur til 1. apríl 2022.
- Nemendur skuldbinda sig að taka alla áfanga á hverri önn.
- Ef nemandi hættir í áfanga, verður nemandi sjálfkrafa skráður úr náminu.
- Ef nemandi hættir í námi eftir að hafa lokið FYHJ3ÓB05, AIMJ4FR05, AIMF3GR04, þarf viðkomandi að greiða fullt verð samkvæmt verðskrá AIMG og Landsbjörg fyrir námskeiðin.
- Hætti nemandi í námi hefur hann ekki forgang í fjallamennskunám á næsta skólaári.
- AIMG áfangar í framhaldsnámi krefjast þess að nemendur hafi uppfyllt forkröfur AIMG til að taka þau námskeið. Í framhaldsnámi eru áfangarnir VINS3JÖ10 og EIVE3FO05 ætlaðir til þess að uppfylla þessi skilyrði.
Takmarkað pláss verður í framhaldsnám, valið verður inn í námið með þessa þætti til hliðsjónar:
- Nemendur hafi lokið 1. ári í samræmi við áætlun.
- Námsframvinda í námi í fjallamennsku.
- Árangur í námi í fjallamennsku.
- Hvort nemendur ætli sér að gera fjallamennsku að atvinnu.
- Aðrir þættir sem eru metnir mikilvægir.