Við Fjallaskóla Íslands starfa reynslumiklir kennarar og fjallaleiðsögumenn, með breiðan og fjölbreyttan bakgrunn. Kennarar skólans eru ýmist sérhæfð í kennslu og leiðsögn á fjöllum, skriðjöklum, hájöklum, fjallaskíðum og klifri. Þau starfa við leiðsögn og kennslu en stunda einnig fjölbreytta útivist í frítíma sínum.
Árni Stefán Haldorsen
Árni hefur stundað klifur og fjallamennsku síðan 2008 og starfað sem fjalla- og jöklaleiðsögumaður frá árinu 2010. Hann býr í Svínafelli í Öræfum. Árni unnir sér best á fjöllum og finnst skemmtilegast að frumfara nýjar klifurleiðir og að þróa klifursvæði. Hann hefur kennt fjallamennsku og leiðsögn um árabil, er í leiðbeinendateymi AIMG, Landsbjargar og kenndi við Fjallamennskunám FAS frá 2018. Sérhæfing Árna í Fjallaskólanum er í klifri, tæknilegri fjallamennsku og jöklum auk þess sem hann kennir veður- og jöklafræði.
Réttindi:
- AIMG Jöklaleiðsögn 3
- AIMG Fjallgönguleiðsögn 2
- AIMG Technical rope rescue
- Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)
- AIMG Skíðaleiðsögn 1
- CAA Operations Level 1
- MSc í Iðnaðarverkfræði frá HÍ
- Diplóma í kennslufræðum frá HÍ

Daniel Saulite
Daniel er upprunalega frá Skotlandi en flutti til Patagoníu árið 2011 til að stunda nám í fjallaleiðsögn. Þar lagði hann grunninn að ferli sem hefur fært hann til einhverra mögnuðustu og afskekktustu fjallastaða heims. Síðan þá hefur hann haft tækifæri til að leiðsegja í Nýja Sjálandi, á Íslandi, í Alaska, Patagoníu, á Spáni, í Skotlandi, Taílandi og víðar. Daniel kom fyrst til Íslands árið 2014 og starfaði í mörg ár í jöklaleiðsögn. Dan sérhæfir sig í fjallamennsku, skíðamennsku, klettaklifri og jöklaleiðsögn, með áherslu á tæknilegri ferðir og leiðangra. Daniel hefur verið hluti af kennarateymi Fjallaskóla Íslands (áður Fjallamennskunám FAS) frá árinu 2020. Hann kennir fjallamennsku, klettaklifur, jöklaleiðsögn, skíðaleiðsögn, snjóflóðafræði, vetrarleiðangra, leiðangursáætlanir, rötun, vetrarfærni, reipitækni, heilsu og næringu – og fleira til. Að auki er hann leiðbeinandi hjá Félagi Fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG).
Menntun:
- AIMG Fjallgönguleiðsögn 2
- AIMG Jöklaleiðsögn 3
- AIMG Skíðaleiðsögn 1
- Bretland – Mountain Leader
- Bretland – Mountaineering & Climbing Instructor (í þjálfun)
- IRATA Rope Access Technician (2. stig)
- Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)
- CAA Operations Level 1
- Útskrifaður úr fjallaleiðsöguskóla í Patagoníu

Erla Guðný Helgadóttir
Erlu líður hvergi betur en á skíðum einhversstaðar í buskanum. Hún hefur sérhæft sig í snjóflóðafræðum og fjallaskíðaleiðsögn. Síðustu árin hefur hún starfað við snjóflóðavöktun hjá Veðurstofu Íslands samhliða störfum í Fjallamennskunámi FAS (forveri Fjallaskóla Íslands). Eins og stendur vinnur hún að því að klára réttindi í fjallaskíðaleiðsögn frá bandarísku fjallaleiðsögumannasamtökunum, AMGA. Erla hefur kennt snjóflóðafræði, fjallaskíðamennsku, klettaklifur, rötun og útivist, veður og jöklafræði, náttúrufræði og fleira.
Menntun:
- AMGA Aspirant Ski Guide
- CAA Operations Level 1
- AIMG Fjallgönguleiðsögn 2
- AIMG Jöklaleiðsögn 2
- Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)
- BSc í Jarðfræði HÍ
- MSc í Jöklajarðfræði HÍ

Íris Ragnarsdóttir Pedersen
Íris byrjaði að leiðsegja á skriðjöklum í Öræfum árið 2015 og hefur síðan þá starfað við leiðsögn og kennslu á jöklum og fjöllum. Íris er búsett í Öræfum og stundar fjölbreytt klifur og fjallamennsku allan ársins hring og rekur eigið fjallaleiðsögufyrirtæki. Íris hefur verið kennari í fjallamennskunáminu síðustu 5 ár en kennir einnig leiðsögn og fjallamennsku hjá Landsbjörgu og AIMG. Hjá fjallaskólanum kennir Íris klettaklifur, skriðjöklaferðamennsku, náttúrufræði, landvarðaréttindi, hájöklaferðamennsku, AIMG jöklaleiðsögn 1 og lokaferð.
Menntun:
- AIMG jöklaleiðsögn 3
- AIMG alpine trekking 2
- AIMG skíðaleiðsögn 1
- AIMG íshellaleiðsögn 1
- AIMG rope rescue
- CAA operations Level 1
- Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)
- BSc náttúru- og umhverfisfræði
- Stundar meistaranám nám í kennslufræðum við HÍ

Ívar Finnbogason
- Tækninefnd AIMG
- AIMG Jökla 3 – leiðbeinandi.
- AIMG Fjalla 2 – leiðbeinandi
- AIMG Skíða 2
- AIMG Technical Rope Rescue – leiðbeinandi
- WFR
- BSc. Business Logistic DTU
- MSc. Tæknifræði

Mike Walker
Mike kemur frá Washington fylki í Bandaríkjunum en hefur starfað sem leiðsögumaður á Íslandi í meira en áratug en hefur einnig starfað víða annarsstaðar, svosem Nýja Sjálandi, Kína og Víetnam. Hann elskar að klifra langar, ævintýralegar leiðir í heitum löndum en hefur líka tileinkað sér ískaldan lífstíl á Íslandi. Mike starfar sem fjalla- og jöklaleiðsögumaður, sigmaður, jöklalandvörður og kennir leiðsögumannanámskeið fyrir AIMG þar sem hann situr einnig í tækninefnd. Hann hefur starfað sem kennari í Fjallamennskunámi FAS (nú Fjallaskóli Íslands) síðustu 5 árin og leggur stund á meistaranám í kennslufræðum við HA. Mike kennir skriðjöklaferðamennsku, klifur, hájöklaferðamennsku, rötun og útivist, ísklifur og fleira.
Menntun:
- AIMG Jöklaleiðsögn 3
- AIMG Fjallgönguleiðsögn 2
- CAA Operations Level 1
- Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)
- SPRAT Rope Access technician
- AMGA Single Pitch Instructor
- AMGA Alpine Skills Course
- Bakkalárgráða í Stjórnmálafræði
- Stundar meistaranám við HA í Kennslufræði

Ólafur Þór Kristinsson
Ólafur er sveitastrákur úr Eyjafjöllunum. Hann hefur unnið við allskyns leiðsögn síðan 2012, mest á jökli og í fjallaferðum. Ólafur er mikill ís- og klettaklifrari en lætur stundum plata sig í að renna niður snjóbrekkur með einskonar spýtur bundnar við fæturna. Hann vinnur nú að því sækja sér Bandarísk klifurleiðsögumannaréttindi, AMGA alpine/rock guide. Hann er sveitadurgur í grunninn en er að verða nokkuð húsvanur með árunum.
Menntun:
- AMGA Rock guide course
- AIMG Jöklaleiðsögn 3
- AIMG Fjallgönguleiðsögn 2
- Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)
- Yamnuska mountain semester

Smári Stefánsson
Eftir að námi lauk í Noregi árið 2006 hefur Smári kennt fjallamennsku og útivist á háskóla- og framhaldsskólastigi á Íslandi og í Noregi og leiðsagt jafn lengi. Smári er skólastjóri Fjallaskóla Íslands en kennir einnig fjallaskíða- og snjóflóðaáfanga. Smári kann best við sig á skíðum á ótroðnum slóðum en stundar þó allskonar útivist í frítímanum.
Menntun:
- AIMG skíðaleiðsögn 3
- AIMG jöklaleiðsögn 1
- AIMG fjallgönguleiðsögn 1
- CAA operations Level 1
- Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)
- Íþróttakennari (kennaraháskóli Íslands)
- Viðbótarnám í útivist (Universitetet í Söröst Norge)
- Meistarnám í útivist (Universitetet í Söröst Norge)

Svanhvít Helga Jóhannsdóttir
Svanhvít hefur starfað við leiðsögn í rétt rúman áratug en hún býr í Öræfum þar sem hún rekur eigið leiðsögufyrirtæki auk þess að kenna fjallamennsku hjá Fjallaskóla Íslands. Svanhvít vinnur í hlutastarfi sem jöklalandvörður og leggur nú stund á meistaranám í kennslufræði við Háskóla Íslands. Hjá Fjallaskóla Íslands kennir Svanhvít rötun, sumar-, vetrar- og hájöklaferðamennsku. Hún hefur ástríðu fyrir að skíða og kanna ófarnar slóðir í góðum félagsskap.
Menntun:
- AIMG Jöklaleiðsögn 3
- AIMG Fjallgönguleiðsögn 2
- AIMG Technical rope rescue
- Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)
- AIMG Skíðaleiðsögn 1
- CAA Operations Level 1
- Bakkalárgráða í Nútímafræði frá HA
- Stundar nú meistaranám í kennslufræði við HÍ

Svala Björk Kristjánsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi
