Fjallaskóli Íslands

Þín leið í átt að fjallaleiðsögn

Námsleiðir

Leiðsögumaður með áherslu á jöklaleiðsögn

Fyrsta árið við Fjallaskóla Íslands er 60 einingar og leggur áherslu á jöklaleiðsögn. Námið miðar að því að styrkja nemendur á öllum sviðum fjallamennsku og undirbýr nemendur fyrir jökla- og gönguleiðsögn. Nemendur sem ljúka náminu öðlast réttindi frá félagi fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG), þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu auk námskeiða í fjallamennsku, klifri, snjóflóðafræðum, vetrarferðamennsku, fjallaskíðamennsku, hájöklaferðamennsku og fleiru.

Námið samanstendur að mestu leyti af verklegum vettvangsáföngum en einnig bóklegu fjarnámi. Hægt er að taka námið á tveimur eða fjörum önnum.

Kostnaður við námið er 350.000kr á önn eða 700.000kr árið, ef sótt er um hálft nám greiðast 200.000kr á önn. Nemendur greiða sjálfir fyrir ferðakostnað, gistingu og uppihald á meðan á námskeiðum stendur.

Leiðsögumaður með áherslu á fjallgönguleiðsögn

Annað árið við Fjallaskóla Íslands er 60 einingar og leggur áherslu á fjallgönguleiðsögn. Í framhaldsnámi Fjallaskóla Íslands dýpka nemendur þekkingu sína frá grunnnáminu og taka krefjandi réttindanámskeið á við AIMG Fjallgönguleiðsögn 1 og vettvangshjálp í óbyggðum (Landsbjörg) en nemendum stendur einnig til boða að taka AIMG Jöklaleiðsögn 2 og landvarðaréttindi. Önnur námskeið eru: ísklifur, fjallaskíðamennska, snjóflóðafræði og leiðsögn, hájöklaferðamennska 2, leiðangur á Vatnajökli, framhaldsnámskeið í klettaklifri og skiptinám erlendis. Námið samanstendur að mestu leyti af verklegum vettvangsáföngum en einnig bóklegu fjarnámi. Námið er kennt á tveimur önnum. Grunnnám í fjallamennskunámi FAS er skilyrði fyrir þátttöku í framhaldsnáminu.

Kostnaður við námið er 350.000kr á önn eða 700.000kr árið, ef sótt er um hálft nám greiðast 200.000kr á önn. Nemendur greiða sjálfir fyrir ferðakostnað, gistingu og uppihald á meðan á námskeiðum stendur.

Fréttir úr náminu

Klettar og línuvinna 2024

Veðrið gaf góðan tón í byrjun skólaárs á fyrsta námskeiði hjá glænýjum hóp í Fjallamennskunáminu. Kennurum til stórkostlegrar undrunar var þurrt alla dagana nema þann

Lesa frétt »

Hvar á skólinn heima?

Hafðu samband
fjallanam@fjallanam.is