Búnaðarlisti Fjallamennskunáms FAS
Nemendur þurfa að eiga persónlegan búnað og lista yfir þann búnað er hægt að finna hér fyrir neðan.
Skólinn skaffar tæknilegan búnað, svo sem tjöld, jökla og klifurbúnað, fjallahjól og kayaka svo eitthvað sé nefnt.
Þessi listi hér að neðan tekur mið af öllum ferðum sem farnar eru í Fjallamennskunámi FAS og því passar sumt við ákveðnar ferðir meðan annað passar fyrir allar.
Nánari listi kemur fyrir hvern áfanga viku til tíu dögum fyrir upphaf vettvagnsáfanga.
Innsta lag – Langermabolur og síðbrók úr ull eða gerviefnum (ekki bómull)
Millilag – Úr ull, flís eða sambærilegu efni (ekki bómull)
Göngu – eða flísbuxur (ekki galla- eða bómullarbuxur).
Ysta lag – stakkur og buxur úr vatns- og vindheldu öndunarefni, Gore tex eða sambærilegt.
Skíðabuxur eða sambærilegar hlýrri utanyfir buxur geta verið kostur ef kalt er í veðri.
2 Góðar húfur og ullarbuff eða lambhúshetta.
Vettlingar, bæði þunnir og þykkir. Vatnsheldir vettlingar eru kostur.
Vinnuvettlingar með góðu gripi sem henta vel í línuvinnu.
2 pör af göngu- og eða ullarsokkar með minnst 50% ull
Hlýr auka jakki (eða þykk flís- eða lopapeysa) til að hafa í bakpokanum. Á haustin og veturna henta þunnar primaloft- eða dúnúlpur vel, en í vetrarferðum getur létt þykkri dúnúlpa hentað betur. (bómullarpeysur henta ekki!)
Góðir millistífir (hálfstífir) gönguskór eru nauðsyn (vatnsheldir, með grófum sóla og góðum ökklastuðningi). Alstífir gönguskór henta líka.
Legghlífar (göngulegghlífar getur verið gott að hafa þegar menn eru í broddum, sem vörn svo menn rífi ekki buxurnar, sérstaklega regnbuxur.
Bakpoki 45 L gengur í flestar ferðirnar, en getur verið gott að hafa aðgang að öðrum stærri bakpoka fyrir lengri ferðir.
Svefnpoki, léttur og hlýr
Þunn, einangrandi 4 árstíða dýna (göngudýna).
Áfyllanleg vatnsflaska 1 L.
Diskur/skál/skeið/bolli, létt og úr plasti t.d. (fer eftir því hvað menn ætla ða borða)
Hitabrúsi (fyrir þá sem drekka kaffi og te)
Prímus ef fólk á (skólinn skaffar einnig prímusa)
Höfuðljós
Vasahnífur
Áttaviti
GPS tæki er kostur ef menn eiga eða geta fengið lánað.
Farsími
Persónlegt sjúkra-kit
Göngustafir (ef menn vilja eða eru vanir að nota göngustafi, mælum með notkun þeirra með þunga bakpoka)
Sólgleraugu með góðri UV vörn
Salernispappír (eldfæri, litlir plastpokar)
Handspritt/sótthreinsigel
Tannbursti
Tannkrem – lítil eining
Lítið handklæði / þvottapoki
Hælsærisplástur / plástur
Skæri (eru oft í vasahnífum)
Verkjalyf
Varasalvi
Sólarvörn
Eyrnatappar geta verið kostur ef tjaldfélaginn hrýtur eða ef það er mikið rok
Fjallabókin eftir Jón Gauta Jónsson
Gul vatnsheld vasabók frá rite in the rain n°311
Staðgóður kvöldmatur / sameiginleg innkaup matar/tjaldhóps.
Súkkulaði, hnetur, þurrkaðir ávextir, orkustykki o.fl.
Flatkökur (smurðar, orkuríkt álegg)
Þétt brauð (smurt, orkuríkt álegg)
Hrökkbrauð
Kex
Þurrdjús /orkudrykkur
Kakóbréf
Te / kaffi
Eldfæri
Myndavél / rafhlöður
Skóreimar
Loggbókin (þessi vatnshelda, er gul af lit frá rite in the rain n°361, hægt að kaupa í FAS á fyrsta námskeiði).
Kort, fæst í FAS
Vatnsheldir pokar eða plastpokar fyrir síma og annað sem ekki má blotna í rigningu.