Umsókn um grunnnám í Fjallamennskunámi FAS

Búið er að loka fyrir umsóknir í fjallamennskunám FAS að sinni

Nauðsynlegt er að fylla út þennan spurningalista til að umsókn þín sé tekin gild.

Grunnnám er bæði hægt að taka á tveimur önnum (eitt ár) eða á fjórum önnum (tvö ár). Upplýsingar um tilhögun náms og skipulag má sjá hér undir skipulag grunnnáms.

Mikilvægt er að kynna sér námið og skipulag þess áður en sótt er um.

Kostnaður við námið er 75.000kr á önn eða 150.000kr árið, ef sótt er um hálft nám greiðast 37.500kr á önn.

Athugið að takmarkað pláss verður í grunnnám, valið verður inn í námið með þessa þætti til hliðsjónar:

  • Námsframvinda í öðru námi
  • Reynsla og bakgrunnur í fjallamennsku
  • Hvort nemandi hyggist gera fjallamennsku að atvinnu
  • Skuldbindingu og sveigjanleika nemenda til að stunda námið
  • Aðrir þættir sem eru metnir mikilvægir

Vandið ykkur við að svara spurningum hér að neðan og setjið inn endilega meira en minna.