Skipulag grunnáms

Leiðsögumaður með áherslu á jöklaleiðsögn

Námsleiðin leiðsögumaður með áherslu á jöklaleiðsögn er 60 eininga sérhæft nám í fjallamennsku og leiðsögn, nemendur þurfa að ljúka 56 einingum til að útskrifast. Hægt er að taka námið á tveimur eða fjórum önnum. 

Námi á brautinni er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi og geta farið fyrir hópi fólks á öruggan og ábyrgan hátt.

Til að hefja nám í leiðsögn með áherslu á jöklaleiðsögn, skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi, sveinsprófi eða öðru sambærilegu námi. Próf frá frumgreinadeildum háskóla teljast sambærileg stúdentsprófi. Umsækjendur sem hafa náð 18 ára aldri og eru án formlegrar menntunar en hafa starfað í ferðaþjónustu við fjallamennsku geta óskað eftir undanþágu frá inntökuskilyrðum.

Bóklegir áfangar námsins eru kenndir í fjarnámi og verklegir áfangar kenndir jafnt og þétt yfir önnina í 4-7 daga í senn. Hægt er að skoða dagatal grunnnáms hér á síðunni til að sjá hvenær áfangar eru kenndir.