Snjóflóðanámskeið á Fjallaskíðum

Þetta þriggja daga námskeið er ætlað til að gefa nemendum grunn skilning á snjóflóðavandamálinu. Farið er í helstu spár um snjóflóðahættu og tengingu þeirra við landslag og ferðahegðun. Á námskeiðinu fer fram kynning á algengum stöðugleikaprófum og umræða um kosti þeirra og takmarkanir. Farið er í notkun ýla, skóflu og snjóflóðastangar sem leitar og björgunartækja og framkvæmd æfing í notkun þessa búnaðar. 

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir: 

  • Áhrif landslags- og veðurs á snjóflóðahættu
  • Notkun snjóflóðaspár og hættustiga
  • Félagabjörgun úr snjóflóði
  • Algeng stöðugleikapróf
  • Almenn fjallaskíðatækni
  • Leiðarval og landslagslestur

Námskeiðið verður haldið helgarnar

  • 20.-22. febrúar
  • 13.-15. mars