Snjóflóðanámskeið á Fjallaskíðum 2026
20.-22. febrúar // 13.-15. mars
75.000 kr.
Þetta þriggja daga námskeið er ómissandi fyrir alla sem vilja bæta ákvarðanatöku á fjallaskíðum og í snjóflóðalandslagi. Þátttakendur öðlast grunnskilning á snjóflóðavandamálum, leiðarvali og áhættumati til fjalla. Farið er í notkun snjóflóða- og veðurspár og tengt við landslag, leiðarvali og ferðahegðun. Á námskeiðinu fer fram kynning á algengum stöðugleikaprófum og umræða um kosti þeirra og takmarkanir. Farið er í notkun snjóflóðabúnaðar og félagabjörgun æfð.
Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:
- Áhrif landslags- og veðurs á snjóflóðahættu
- Notkun snjóflóðaspár og hættustiga
- Félagabjörgun úr snjóflóði
- Algeng stöðugleikapróf
- Almenna fjallaskíðatækni
- Leiðarval og landslagslestur
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru reynslumiklir kennarar og fjallaskíðaleiðsögumenn sem starfa innan Fjallaskóla Íslands og hafa kennt námskeið af þessu tagi um árabil innan sem utan skólans en einnig sem skíðaleiðsögumenn víða.
Birt með fyrirvara um breytingar. Dagskrá námskeiðsins tekur alltaf mið af veðri og snjóaðstæðum hverju sinni en markmiðið er alltaf að nýta aðstæður til fulls, læra eins og mögulegt er af aðstæðum og skíða góðan snjó þegar það er hægt!
Staðsetning: Dalvík/Tröllaskagi (nánari staðsetningar verða auglýstar síðar)
Dagur 1: Námskeið hefst á Dalvík. Byrjað er inni á stuttum fyrirlestri og yfirferð á snjóflóðaaðstæðum, snjóflóða- og veðurspá. Stutt fjallaskíðaferð á svæðinu og aðstæður kannaðar fyrir næstu daga. Stutt æfing í félagabjörgun.
Dagur 2: Á degi tvö verður farið í lengri fjallaskíðaferð þar sem farið verður yfir landslagslestur, leiðarval og snjóathuganir á vettvangi.
Reynsla á fjallaskíðum er ekki nauðsynleg.
Skíða-/brettakunnátta: Þátttakendur á námskeiðinu skulu búa yfir góðri skíða- eða brettakunnáttu þar sem námskeiðið snýst ekki um skíðatækni og gera má ráð fyrir að ferðast verði í breytilegum snjó. Gott er að miða við að geta skíðað allar brekkur innan brauta vel og örugglega.
Mikilvægt er að mæta vel búinn á námskeiðið og eftirfarandi búnað skal vera með í för:
- Snjóflóðaþrenning (ýlir, skófla, stöng) – ath. mælst er til að snjóflóðabúnaður sé yngri en 5-10 ára.
- Fjallaskíðabúnaður (eða split-bretti en mikilvægt að viðkomandi kunni á slíkan búnað áður): fjallaskíði, skór og stafir
- Skíðabroddar og skinn
- Bakpoki
- Hjálmur
- Skeljakki og buxur
- Hlýr jakki
- Hlýir og þunnir hanskar
- Húfa
- Skíðagleraugu
- Sólgleraugu og sólarvörn
- Matur yfir daginn
Skráning
Vinsamlegast fyllið inn alla reitin svo skráningin teljist gild. Athugið að frekari upplýsingar um námskeiðið berast í tölvupósti þegar nær dregur.