Skipulag framhaldsnáms

Námsleiðin leiðsögumaður með áherslu á fjallgönguleiðsögn er 60 eininga sérhæft nám í fjallamennsku og leiðsögn. Nemendur þurfa að ljúka 54 einingum til að útskrifast. Námið spannar tvær annir.

 Námi á brautinni er ætlað til að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi og geta farið fyrir hópi fólks á öruggan og ábyrgan hátt.

Til að hefja nám í leiðsögn með áherslu á fjallgönguleiðsögn, skal umsækjandi hafa lokið grunnnám í fjallamennsku (leiðsögumaður með áherslu á jöklaleiðsögn), stúdentsprófi, sveinsprófi eða öðru sambærilegu námi. Próf frá frumgreinadeildum háskóla teljast sambærileg stúdentsprófi. Umsækjendur sem hafa náð 18 ára aldri og eru án formlegrar menntunar en hafa starfað í ferðaþjónustu við fjallamennsku geta óskað eftir undanþágu frá inntökuskilyrðum.

Bóklegir áfangar í fjallamennskunámi FAS eru kenndir í fjarnámi og verklegir áfangar kenndir jafnt og þétt yfir önnina í 4-7 daga í senn. Hægt er að skoða dagatal framhaldsnáms hér á síðunni til að sjá hvenær áfangar eru kenndir.