Fjallamennskunám FAS
Þín leið í átt að fjallaleiðsögn
Grunnnám í fjallamennsku við FAS er 60 einingar og þurfa nemendur 56 einingar til að útskrifast. Hægt er að taka námið á tveimur eða fjórum önnum, námið tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar.
Námsleiðin kallast leiðsögumaður með áherslu á jöklaleiðsögn, nemendur sem ljúka náminu fá tiltekin réttindi innan fagfélags íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu.
Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi.
Kostnaður við hverja önn er 75.000kr og innifalið er notkun á búnaði skólans og aðgangur að stóru tjaldi og eldhústjaldi þegar við á, ásamt kostnaði við gistingu á tjaldsvæðum. Ef gist er í gistirými standa nemendur sjálfir undir þeim kostnaði sem og öllum kostnaði við akstur og fæði meðan á ferðum stendur.
Kostnaður fyrir árið er 150.000kr fyrir hvern nemanda, greiða þarf 75.000kr í upphafi hvorrar annar áður en fyrsta vettvangsferð er farin. Sjá frekari upplýsingar undir kostnaður hér á síðunni.
Umsóknarfrestur til 1.maí 2024
Framhaldsnám í fjallamennsku við FAS er 60 einingar og þurfa nemendur 54 einingar til að útskrifast. Námið er kennt á tveimur önnum, grunnnám í fjallamennskunámi FAS er skilyrði fyrir þátttöku í framhaldsnáminu.
Námsleiðin kallast leiðsögumaður með áherslu á fjallgönguleiðsögn og er sérhæft nám í fjallamennsku. Námið er ætlað fyrir þau sem vilja bæta ofan á grunninn og starfa við fjallamennsku og leiðsögn.
Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi.
Kostnaður við hverja önn er 75.000kr og innifalið er notkun á búnaði skólans og aðgangur að stóru tjaldi og eldhústjaldi þegar við á, ásamt kostnaði við gistingu á tjaldsvæðum. Ef gist er í gistirými standa nemendur sjálfir undir þeim kostnaði sem og öllum kostnaði við akstur og fæði meðan á ferðum stendur.
Kostnaður fyrir árið er150.000kr fyrir hvern nemanda, greiða þarf 75.000kr í upphafi hvorrar annar áður en fyrsta vettvangsferð er farin. Sjá frekari upplýsingar undir kostnaður hér á síðunni.
Umsóknarfrestur til 1. maí 2024