Fjallaskóli Íslands var stofnaður vorið 2025. Fjallaskóli Íslands er óhagnaðardrifin sjálfseignastofnun. Skólinn býður uppá tvær námsbrautir á 4. hæfniþrepi framhaldsskóla og fær til þess stuðning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Brautirnar nefnast Leiðsögumaður með áherslu á jöklaleiðsögn og Leiðsögumaður með áherslu á fjallgönguleiðsögn. Brautirnar miða að því að mennta verðandi jökla- og fjallgönguleiðsögumenn. Skólinn býður einnig uppá stök námskeið tengd fjallamennsku ætluð leiðsögumönnum og almenningi.