Snjóflóðanámskeið á Fjallaskíðum 2026
20.-22. febrúar // 13.-15. mars
Þetta þriggja daga námskeið er ómissandi fyrir alla sem vilja bæta ákvarðanatöku sína í fjallaskíðun og fjallamennsku. Námskeið er ætlað til þess að gefa nemendum grunn skilning á snjóflóðavandamálinu. Farið er í helstu spár um snjóflóðahættu og tengingu þeirra við landslag og ferðahegðun. Á námskeiðinu fer fram kynning á algengum stöðugleikaprófum og umræða um kosti þeirra og takmarkanir. Farið er í notkun ýla, skóflu og snjóflóðastangar sem leitar og björgunartækja og framkvæmd æfing í notkun þessa búnaðar.
Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:
- Áhrif landslags- og veðurs á snjóflóðahættu
- Notkun snjóflóðaspár og hættustiga
- Félagabjörgun úr snjóflóði
- Algeng stöðugleikapróf
- Almenn fjallaskíðatækni
- Leiðarval og landslagslestur
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru reynslumiklir kennarar og fjallaskíðaleiðsögumenn sem starfa innan Fjallaskóla Íslands og hafa kennt námskeið af þessu tagi um árabil innan sem utan skólans en einnig sem skíðaleiðsögumenn víða.
Verð: