Snjóflóðanámskeið á Fjallaskíðum 2026

20.-22. febrúar // 13.-15. mars

Þetta þriggja daga námskeið er ómissandi fyrir alla sem vilja bæta ákvarðanatöku sína í fjallaskíðun og fjallamennsku. Námskeið er ætlað til þess að gefa nemendum grunn skilning á snjóflóðavandamálinu. Farið er í helstu spár um snjóflóðahættu og tengingu þeirra við landslag og ferðahegðun. Á námskeiðinu fer fram kynning á algengum stöðugleikaprófum og umræða um kosti þeirra og takmarkanir. Farið er í notkun ýla, skóflu og snjóflóðastangar sem leitar og björgunartækja og framkvæmd æfing í notkun þessa búnaðar. 

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir: 

  • Áhrif landslags- og veðurs á snjóflóðahættu
  • Notkun snjóflóðaspár og hættustiga
  • Félagabjörgun úr snjóflóði
  • Algeng stöðugleikapróf
  • Almenn fjallaskíðatækni
  • Leiðarval og landslagslestur

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru reynslumiklir kennarar og fjallaskíðaleiðsögumenn sem starfa innan Fjallaskóla Íslands og hafa kennt námskeið af þessu tagi um árabil innan sem utan skólans en einnig sem skíðaleiðsögumenn víða.

Verð: 

Skráning á Snjóflóðanámskeið / Register for an Avalanche course
Vinsamlegast fyllið inn alla reitin svo skráningin teljist gild. Athugið að frekari upplýsingar um námskeiðið berast í tölvupósti þegar nær dregur.

Mikilvægt er að hver nemandi mæti með réttan búnað á námskeiðið. Eftirfarandi búnað þarf að mæta með:

  • Snjóflóðaþrenningu (ýlir, skófla, stöng) – ath. mælst er til að snjóflóðabúnaður sé yngri en 10 ára.
  • fjallaskíðabúnað (eða split-bretti en mikilvægt að viðkomandi kunni á búnaðinn áður en námskeið hefst)
  • Bakpoka
  • Hjálm

Ítarlegri búnaðarlisti verður sendur út þegar nær dregur námskeiðinu.

ATH. að góð skíða/brettakunnátta er skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu. Gott er að miða við að geta skíðað allar brekkur innan brauta vandræðalaust.