Landvarðanámskeið

23.-27. apríl 2026 // Skaftafelli og Jökulsárlóni
170.000 kr.

Langar þig að vinna við náttúruvernd í íslenskri náttúru?

Umsóknarfrestur til 13. janúar!

Fjallaskólinn kennir námskeið í landvörslu á vorönn 2026 og hljóta þau sem standast námskeiðið landvarðaréttindi frá Náttúruverndarstofnun. Námskeiðið fer fram í Öræfum, umhverfis Skaftafell og Jökulsárlón.
 

Námskeiðið miðar að því að undirbúa þátttakendur undir fjölbreytt störf landvarða en landvarðanámskeið Fjallaskólans byggir á námskrá Náttúruverndarstofnunnar um landvarðanám. Námið spannar 110 kennslustundir og er blanda af fjarnámi og staðnámi.

Viðfangsefni námskeiðsins eru meðal annars:
  • Náttúrutúlkun og fræðsla
  • Stjórnsýsla í náttúruvernd
  • Loftslags- og jöklabreytingar
  • Samskiptafærni
  • Öryggismál í landvörslu
  • Verkleg vinnubrögð landvarða
Námskeiðið er kennt á íslensku en öll sem geta stundað nám á íslensku eru hvött til að sækja um. Nemendum er frjálst að skila heimaverkefnum á íslensku eða ensku og ekki er gerð krafa um að nemendur geti tjáð sig á íslensku.
 
Íris Ragnarsdóttir Pedersen er umsjónarkennari námskeiðsins en fjöldi sérfræðinga í náttúruvernd og landverðir koma að bæði verklegri og bóklegri kennslu á námskeiðinu. 
 

ATH. bóklegi hluti námskeiðsins hefst 26. janúar á netinu og verklegi hlutinn hefst 23. apríl í Öræfum/Skaftafelli.

Námskeiðið kostar 170.000 kr.

Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta ásamt ýmiskonar verkefnum.

Bóklegi hluti námsins fer fram í fjarnámi í formi fyrirlestra og erinda frá sérfræðingum á ýmsum sviðum sem snerta náttúruvernd og landvörslu.

  • Bóklega námið verður haldið í rauntíma í netheimum en fyrirlestrar verða einnig teknir upp fyrir þau sem ekki komast í rauntíma. Flestir bóklegir tímar verða á mánudögum og þriðjudögum milli kl 16 og 18.
  •  Nemendur vinna heimaverkefni sem styðja við fyrirlestrana og miðast við að vera gott stuðningsefni í komandi starfi sem landverðir.
 
Verklegi hluti námsins fer fram í staðnámi dagana 23-27. apríl í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. Skyldumæting er alla daga í verklega lotu námsins. Nemendur sjá sér sjálfir fyrir fæði og húsnæði meðan staðlotu stendur.
 
Skilyrði fyrir inngöngu á námskeiðið:
  • 18 ára aldur
  • Gilt skyndihjálparnámskeið
  • Hæfni til að stunda nám á íslensku

Skráning

Vinsamlegast fyllið inn alla reiti svo skráningin teljist gild. Athugið að frekari upplýsingar um námskeiðið berast í tölvupósti þegar nær dregur.

Til þess að senda kröfu á heimabanka.