Fyrsta námskeið í fjallamennsku

Áfanginn gönguferð í fjallamennskunámi FAS fór fram dagana 31.ágúst – 6.september. Það má segja að haustið hafi heldur betur tekið hressilega á móti þeim 27 nemendum sátu námskeiðið ásamt fimm kennurum. Dagskráin var þétt, veðrið með ýmsu móti, lærdómskúrfan brött en hópurinn afburða jákvæður og duglegur. Námskeiðið hófst í Nýheimum snemma morguns þann 31. ágúst. […]